Hugmyndafræðin

Við viljum hafa fagmennsku og hlýju að leiðarljósi í starfi okkar.

Ráðgjöf, meðferð og stuðningur opið ferli sem á að vera aðgengilegt og auðskiljanlegt. Ég hef trú á því að fólk hafi innri getu til að finna lausnir fyrir sig og getu til að upplifa betri líðan en þurfi stundum annað sjónarhorn inn í aðstæður. Í mínum huga er mikilvægt að allir séu virkir þátttakendur.

Þörfin og löngunin til að tengjast og tilheyra öðrum eru grunnurinn að samskiptum okkar og hafa áhrif á líðan okkar og hegðun frá vöggu til grafar. Með því að skoða tengslahegðun okkar fáum við skýrari sýn á eigið tilfinningalíf og betri og dýpri skilning á umhverfi okkar. Með slíkum skilningi verður líðanin betri og samskiptin dýpri og mikilvægari.

Við sinnum alhliða fjölskyldumeðferð með áherslu á samskipti innan parasambandsins og fjölskyldunnar. Ég hef sérhæft mig að vinna með foreldrum sem eiga von á barni og fyrstu ár barnsins út frá tengslameðferð og í parameðferð. Pararáðgjöf er eitt það skemmtilegasta sem ég tekst á við.

Ég vinn með mæðrum og foreldrum sem glíma við vanlíðan og þunglyndi eftir fæðingu, fólki sem er að takast á við kvíða og jafna sig eftir erfiða fæðingu. Ég vinn með fólki sem vill finna betri líðan á eigin skinni.

Með hugsjónina að vopni fær hjartað að ráða för.