top of page

Ábyrgðartilfinning úr æsku

Flest pör finna með tímanum jafnvægi í að skipta með sér verkum og ábyrgð. Því meira og oftar sem það er rætt af yfirvegun því jafnari og sanngjarnara er fyrirkomulagið.


Fólk stendur sig líka oft að því að upplifa að það beri ábygð á öllu í kringum sig. Beri ábyrgði á öllu því sem gerist á heimilinu, öllu sem makinn geri, öllu sem börnin gera og kröfurnar til manns sjálfs eru oft miklar og íþyngjandi. Flestir sjá að þetta er oft óraunhæft og ósanngjarnt og íþyngjandi.

Það er ekki alltaf hægt að setja fingur á hvaðan þessi mikla ábyrgðartilfinning kemur en stundum á hún sér rætur í fjölskyldumynstur í æsku. Þegar fullorðið fólk hefur þurft að axla ábyrgð umfram þroska sem barn. Mynstur með tilfinningu sem fylgir manni, það að hafa komist af í óhjálplegum aðstæðum sem barn verður óhjálplegt og íþyngjandi á fullorðinsárum.

Ábyrgðartilfinningin er eins og hún sé í líkamskerfinu, henni fylgir oft gífurleg streita, streita sem liggur dýpra en á yfirborðinu og fylgifiskarnir samviskubit og skömm smita inn í parsambandið. Það að ná ekki að halda utan um allt virkjar samviskubit sem kveikir svo á gömlum tilfinningum um að geta ekki gert nóg.


Það getur verið áskorun að stíga til baka úr slíkum samskiptum, sjá mynstrið sitt, átta sig á hvaða hluti liggur hjá manni sjálfum og hvað liggur hjá makanum og hvað liggur í samskiptakerfinu sem stundum virðist lifa sjálfsstæðu lífi.


Þessi áskorun er yfirleitt þó með ríkulegri uppskeru.


Áskorunin er ekki minni fyrir makann að stíga inn í aðstæður, axla ábyrgð til móts og halda sínu striki þegar fer að halla á jafnvægið. Byggja saman upp traust, stíga saman inn í aðstæður og takast á við hlutina í meðvitund og með ásetningi.


Taka eitt skref í einu þegar slíkt á við. Byrja á því að sjá mynstrið, kortleggja það vel og skoða af athygli og forvitni. Setja tíma og orku í að róa streitukerfið, hvort sem það er með hugarhvíld, meiri svefni, hreyfingu eða öðrum ráðum. Leggja sig fram um að breyta og gera í meðvitund, taka eftir mynstrinu og breyta eftir nýjum leiðum.


og endurtaka. Það tekur tíma að búa til nýjan vana. Endurtaka því maður getur auðveldlega dottið í sama farið. Endurtaka þar til manni finnst það liggja nærri kjarnanum og afvegaferðirnar auðveldari og mildari að tækla.


35 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page