top of page

Ástartungumálin fimm

Hvernig tjáum við ást og kærleika til annarrar manneskju? Hvernig upplifum við að einhverjum þyki vænt um okkur eða elski okkur?

Ástartungumálin fimm, leiðarvísir um ástina, er hugmyndafræði frá hjónabandsráðgjafa sem heitir Gary Chapman og kallast á ensku - the five love languages. Hugmyndafræðin er sú að við tjáum ást og hrifningu á ákveðinn hátt með ákveðinni tjáningu, sem getur verið ólíkt því sem að makinn okkar upplifir. Með því að vera meðvitaður um þessar tjáningarleiðir, skilja þær og ræða um þær getum við nálgast maka okkar á einlægari og sterkari hátt en áður og giskað minna. Sumum finnst þeir kveikja um leið og þeir heyra hver ástartjáningin er því þegar búið er að afkóða þau, meika þau sens!


Ástartungumálin eru:


Orð

Þjónusta

Gæðatími

Gjafir

Snerting
Orðin

Hrós hittir marga í hjartastað, sértstaklega þegar það er ástvinur sem tjáir þau. Orðað hrós þarf hvorki að vera háfleygt né flókið, meðan það er einlægt hittir það í hjartastað:

  • Þú færð mig svo oft til að hlæja

  • Mikið er góð lykt af þér

  • Ég elska þig

Falleg einlæg orð næra og hvetja.


Þjónustan

Þegar gjörðir tjá orðin. Þessi partur ástartjáningarinnar er að gera hluti fyrir ástvin sinn sem maður veit að kemur til með að slá í gegn, hvort sem það er að sinna heimilisstörfum svo sem að elda, ganga frá eftir matinn, ná í pakka á pósthúsið eða annað í þeim dúr er ástartungumálið þjónusta þannig byggt um að það krefst tíma og fyrirhafnar.


Gæðatími

Samverustundir með óskiptri athygli, þar sem slökkt á skjánum og allt annað áreiti útilokað. Makinn fær alla athyglina og samskiptin eru í fyrirrúmi. Fólk sem nærist í gæðatíma vill taka frá tíma án streitu og truflunar.
Gjafir

Gjafir sem næra sambönd þurfa ekki að vera veraldlegar. Gjafir sem tjáningarmáti getur verið eitthvað sem skiptir ykkur máli eftir samveru eða hvunndagslegur hlutur eins og koma færandi hendi með gott te eða ís. Auðvitað eru sumir meira fyrir veigameiri gjafir eins og blóm, skartgripi eða bækur en oft er þetta einfaldlega að ástvinur færi manni eitthvað hugulsamt.


Líkamleg snerting

Sumir tjá og finna ást og hrifningu sterkt í gegnum líkamlega snertingu. Hversskonar snerting frá maka nærir eins og að haldast í hendur, strokur og knús. Ástartjáningin kemur sterkt í gegnum líkamlega nánd.


Ástartungumálin fimm geta hjálpað pörum að skilja sig og hvort annað betur. Með því að átta sig á því hvernig maður upplifir ást og umhyggju og getur sett orð á það gefst manni tækifæri til að vera nánari makanum sínum. Með dýpri skilningi á eigin tjáningu og þörfum makans styrkist skilningur manns á makanum og sambandið styrkist.


Fyrir þá sem vilja kafa dýpra í málið er hægt að fylla út próf hér og heimasíða 5 love languages er fróðleg. Þar er ekki bara efni að finna um pör heldur getur efnið reynst dýrmætt þegar maður leitar eftir betri skilningi á börnum sínum. Bókina er svo hægt að kaupa á Kindle í gegnum Amazon.com


374 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page