top of page
Writer's pictureSoffía Bæringsdóttir

Það er allt í lagi að fara að sofa ósáttur

Mér finnst ég oft heyra að pör stefni að því að fara ekki ósátt að sofa sem er ótrúlega gott upplegg, það er að erfa ekki hlutina lengi og leggja sig fram um að leysa málin.

Hinsvegar held ég að það skipti engu máli þó pör fari af og til ósátt að sofa, stundum er jafnvel gott að gefa sér tíma til að hugsa málin áður en maður sættist.


Það er ekkert að því að vera ósáttur og greina á um hluti, það er eðlileg hliðarafurð af því að elska og búa með manneskju, það þarf að miðla og komast að niðurstöðu.


Sættirnar eru mikilvægastar, að ná aftur saman, skilja hvað fór úrskeiðis og geta þannig bætt samskiptin.


Sættir ættu að vera úrvinnsla, opið og viðkvæmt ferli tveggja manneskja sem vilja láta sárin gróa, það tekur mislangan tíma og mis mikla orku eftir samböndum og maður verður að geta gefið af sér, vera búin/n að sjá hlutina frá sínu sjónarhorni, hins aðilans og vilja skilja og ná sáttum.


Það að fara aldrei ósáttur að sofa setur gífurlega pressu á fólk um að laga hlutina á hraðbergi og þá er ekki endilega komin sú úrvinnsla sem þarf. Annar sækir kannski fast í að leysa málin og þá er látið undan og hinn ,,okey-ar" það sem fór úrskeiðis en úrvinnslan ekki eins og best væri á kosið út af pressu um að það megi ekki fara ósáttur að sofa.



Hitt er svo að vera fastur í væntingum um að það megi ekki og eigi ekki að fara ósáttur að sofa, liggja svo andvaka yfir því að sambandið sé ekki eins og það eigi að vera því fólk er ósátt.


Þá má ekki vanmeta hvað það getur verið gott að sofa á hlutunum, hvílast aðeins og geta svo tekið upp þráðinn þegar maður er í betra standi til að takast á við.

41 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page