top of page
Writer's pictureSoffía Bæringsdóttir

Þurfum við að ræða þetta einu sinni enn?

Þurfum við að tala um þetta einu sinni enn? Við erum alltaf að tala um þetta.


Stutta svarið er já.


Pör sem eru að æfa sig í að ná aftur saman, efla tengslin og byggja upp samband sitt á ný, verða að fara í gegnum samtöl um gömul særindi, svik og vonbrigði með það fyrir augum að byggja aftur upp traust, gróanda og öryggi í samskiptum.



Markmiðið er ekki að rífa plásturinn af og benda á eða kenna hinum um, heldur að reyna að skilja til fullnustu hvernig fyrri reynsla er að hafa áhrif á viðbrögð og tilfinningatjáningu í sambandinu í dag. Skilja og heila hvernig fyrri samskipti urðu til þess að tilfinningaleg fjarlægð myndaðist og maður hætti að reyna að mynda tengingu og ekki síst hvernig er hægt að byggja traustið upp aftur.


Slík samtöl eiga sér samt stað og stund, það er mikilvægt að ná að búa til rými þar sem erfið samtöl geta átt sér stað, þar sem fólk gefur sér tíma til að ræða málin, hlusti og skilji hvaða áhrif það hafði á báða aðila og ekki síst að fara yfir þarfir og óskir um hvernig byggja megi upp framhaldið.


Upphafið á samtalinu ætti að byrja rólega, Gottman-hjónin segja að það sé hægt að spá fyrir um hvernig samtöl enda því hvernig samtalið byrjar. Við vitum flest að það er erfitt að hlusta á makann þegar samtalið byrjar á ásökun og reiði.

Með því að treysta makanum fyrir þörfum sínum, væntingum og óskum er maður að senda beiðni um tengingu og með því að hefja samtalið rólega er líklegra að makinn nái að hlusta.

Með þvi að leggja fram óskir sínar í kurteisi og ró gefst tækifæri til að ná aftur í tengingu sem hefur rofnað.


Í slíku samtali er mikilvægt að muna að það er ekki líklegt til árangurs að tala um allt sem maður vill um leið og maður bendir á galla og ókosti makans og allt sem miður hefur farið. í erfiðum samtölum vill maður koma því á framfæri hvað það var sem hafði svona mikil áhrif á mann, að makinn skilji hvaða áhrif það hafði og fullvissu um að unnið sé að því að slíkt endurtaki sig ekki aftur. Í slíkum samtölum er mikilvægt að stoppa við og endurtaka og endurspegla það sem sagt er til að fullvissa sig og makann um að maður skilji hvað það var sem fór úrskeiðis og hvernig er hægt að bregðast betur við seinna.


Hlusta til að skilja, ekki hlusta til að svara og verja.


Þegar að maður nær að segja frá gömlum sárindum þannig að báðir aðilar skilja hvað gerðist og vita og sjá hvernig er hægt að koma í veg fyrir slíkt aftur, minnkar þörfin til að tala um það. Þegar svo pör finna að breyting hefur átt sér stað, myndast hægt og hægt traust sem byggt er á, tengingin eflist og þörfin fyrir að fara í gegnum gömul sár minnkar og hverfur oft.



Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page