Sue Johnson, hjónabandsráðgjafi, þreytist ekki á að minna okkur á að grunnurinn að heilbrigðu sambandi er að við upplifum að þörfum okkar fyrir öryggi sé mætt og að makinn leggi sig fram um að skilja og meðtaka boð um tengingu;
- sérðu mig?
- ertu til staðar fyrir mig?
- get ég treyst á þig?
Þegar annar eða báðir aðilar finna ekki þennan stuðning fara erjur að stíga upp á yfirborðið, við verðum hrædd og förum að verja okkur og setja upp vegg. Með slíkri framkomu erum við í raun að verja okkur höfnun og skorti á því að þörfum okkar sé mætt.
Þrætudansarnir eru þrír og oft kallaðir djöflatal eða demon dialogue. Þeir geta léttilega tekið yfir samskiptin og skilið pör eftir triggeruð, í uppnámi og einmana. Djöflatal verður til þess að maður upplifir maka sinn sem óvin sinn.
Mynstrið sem flestir kannast strax við er kallað ,,sökudólgurinn" eða ,,ásökum hvort annað".
Þá er parið í því að benda hvort á annað og kenna hinum aðilanum um. Þetta mynstur getur undið hratt upp á sig og farið úr ásökunum, yfir í fúkyrði og jafnvel fjandsamlegeheit en býður ekki upp á neinar lausnir. Hver með sínum orðum er í raun að segja ,, þetta er allt þér að kenna". Niðurstaðan er fjandsamleg gagnrýni
A: Þú fórst ekki út með ruslið
B: Þú braust ekki saman þvottinn
A: Ég kom of seint því þú hringdir ekki í mömmu þína
B: Ef þú hefðir gengið frá þá hefði ég ekki rekið mig í stólinn
Brene Brown sem flestir þekkja er með áhugavert myndband um málefnið
Góðu fréttirnar eru kannski að það er hægt að koma sér út úr svona mynstri, það krefst vinnu sem hægt er að uppskera vel úr.
Fyrsta skrefið er að þekkja mynstrið, setja upp gleraugun og sjá hvenær það fer af stað. Fyrst um sinn reynist flestum erfitt að stoppa það en fólk sér og fyrsta skrefið er að þekkja mynstrið, setja á það nafn og kjósa einlægni fram yfir annað. Þegar við deilum með makanum hugsunum okkar og hvað það er sem triggerar okkur bjóðum við upp á tækifæri til að skyggnast bak við skjöldinn og innsýn í hvað maður er að reyna að ná fram.
Þá er að leggja sig fram um að tjá óskir sínar og ætlanir en það er ákveðin berskjöldun fólgin í því og í berskjölduninni er tækifæri til að tengjast nánar.
Hér er linkur á efni frá Sue Johnson um Djöflatal eða Demon Dialogue
コメント