top of page

Er hægt að bjarga sambandinu?

Þessi spurning er nokkuð algeng í fyrsta tíma þegar leitað er í parameðferð, eigum við séns á að bjarga þessu hjá okkur?


Þó það sé vissulega að breytast þá er tilhneiging hjá fólki að koma frekar seint í meðferð og ráðgjöf, þegar sambandið er komið á ystu nöf og kannski fátt eftir í stöðunni en að fá ráðgjöf og fara hvort í sína áttina.


Er þá hægt að bjarga sambandinu?

og stutta svarið er já.

Algerlega.


Því fylgir samt já ef...


Það tekur tíma að snúa sambandi til hins betra, oft getur fólk fundið létti strax við að leita til ráðgjaf og hreinlega bara sitja og ræða málin en að fá góða tilfinningalega dýpt og gleði inn í sambandið tekur oft tíma og það krefst vinnu, frá báðum aðilum.


Sé sambandið byggt á jafningjagrundvelli og báðir tilbúnir í slíka vinnu er uppskeran oft ríkuleg.


Hvað þarf til?


Gottman hjónin segja að sex klukkutímar á viku sé það sem þarf til að umbreyta sambandinu, að klukkustund á dag á viku um það bil fari í að sinna sambandinu. Því er ráð að setja sambandið í forgang í ákveðinn tíma.


Oft þarf að minnka og fækka streituvöldum, því streita er takmarkað sexí og laðar sjaldan fram það besta í manni. Stundum er hægt að minnka streitu með því að vinna minna, skipta hússtörfum jafnar, fá utanaðkomandi aðstoð með önnur verkefni.


Skoðið hvaða gildi eru sameiginleg hjá ykkur og af hverju þið viljið vera saman, ræktið það sem þið eruð sammála um.


Flest pör þurfa að læra betur inn á hvernig þau senda boð sín á milli um samskipti, að taka boðum makans jákvætt, svara þeim og mæta þörfum um öryggi og trúnað. Þá borgar sig að báðir aðilar læri um hvernig algengar deilur byggjast og viðhalda sér eins og hvaða afleiðingar það hefur á sambandið.


Brjóta upp mynstur, ef þið standið ykkur að sama riflildinu aftur og aftur, setjist niður og finnið út, hvað getið þið gert sem er öðruvísi en það sem þið eruð að gera núna og leggið ykkur fram um að finna nýja leið.


Með því að setja fókusinn á sambandið, prófa nýjar leiðir finna flestir mun á sambandinu innan nokkurra vikna. Það getur verið gott að gefa sambandinu einkunn í upphafi sambandsvinnu til að hafa einhverja mælistiku þegar líða fer á til viðmiðunar svo maður hafi mat sem hægt er að miða við.


558 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page