top of page

Er samband eftir framhjáhald?

Er hægt að byggja upp gott samband eftir framhjáhald og stutta einfalda svarið við því er já.

Já að því gefnu að báðir aðilar séu tilbúnir að horfa af heilindum og heiðarleika á sambandið nú og áður og sinn þátt í því þessari krísu sem er komin upp.


Sérfræðingar segja að það taki eitt og hálft ár fyrir samband að komast út úr rússibanareiðinni sem fylgir svikum tengdum framhjáhaldi, eitt og hálft ár er langur tími en í stóra samhenginu ekki svo mikið. Það er algengt að fólk sýni óþreyju í að annað hvort komast yfir svikin sjálft eða geri kröfu á að hinn aðilinn komist yfir krísuna sem fyrst en þetta er ferli sem tekur tíma.

Það tekur tíma að fara yfir málin

Það tekur tíma að byggja upp traust


Fyrir suma er huggun að vita að framhjáhald eða svik í trúnaði í sambandi er mjög algengur, því er stundum haldið fram að allt að 40% karla haldi framhjá einu sinni eða oftar og rúmlega 20% kvenna.


Ég hef ekki haldbærar sannanir fyrir þessum tölum en það kæmi mér ekki á óvart þó þær væru hærri. Það vilja ekki allir vera hreinskilnir í þessum málum.Einna mikilvægast fyrir pör sem eru að ná áttum eftir framhjáhald er að leggja sig fram um að vera til staðar tilfinningalega, eins erfitt og það getur verið og fara í gegnum allar vangaveltur og tilfinningar sem koma upp. Fyrir flest pör er mikilvægt að skilja ferlið að því hvernig sú staða sem komin er upp kom upp.

En það er erfitt, það er erfitt að vera særður og það er erfitt að hafa sært og í raun eðlilegt að grípa til óhjálplegra varnarviðbragða eins og að forðast að tala um hlutina eða sýna heift.

En til að komast yfir svik og mynda traust verðum við að geta sýnt kvikuna okkar og dvalið í og með tilfinningunum sem koma upp.


Mörgum finnst erfitt að horfast í augu við sjálft sig og maka eftir framhjáhald og upplifa jafnvel að það hafi verið haft að fífli. Margir hafa oft mátað sig inn í slíkar aðstæður og fordæmt fólk af þunga sem hefur staðið í þessum sporum og stendur þar svo sjálft. Það er átak fyrir marga að ná að sleppa eigin fordæmingu þegar maður stendur sjálfur í þessum sporum.


Pör eru líka oft hrædd, sá sem steig út úr sambandinu er hræddur um að fá aldrei séns og að særindin verði dregin upp á yfirborðið það sem eftir er sambands og sá sem upplifði svikin óttast að geta ekki treyst aftur og efast um eigin tilfinningar og kennir sjálfum sér jafnvel um.


Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í að yfirstíga svik inn í parasambandi getur verið gagnlegt að hafa í huga að:

  1. gefa sér nægan tíma til að melta og skoða hlutina

  2. Gefa sér tíma í að skoða hvers vegna þetta gerðist og hvaða áhrifavaldar voru þar

  3. skoða af heiðarleika hvort vilji og ástæða sé til að halda áfram

  4. Taka ábyrgð á því sem gerst hefur

  5. Draga ekkert undan án þess að fara út í smáatriði

  6. ræða hlutina oft og svo aftur

  7. fá aðstoð frá fagmanni

  8. vinna markvisst að því að byggja upp traustRecent Posts

See All

Comments


bottom of page