Hlutverk hormóna
Hlutverk hormóna er veigamikið í fæðingu og skiptir máli fyrir foreldrahlutverkið. Við vitum orðið allmikið um virkni þeirra og áhrif en skiljum ekki enn alveg til fullnustu.
Miklar hormónabreytingar verða líka á meðgöngu, svo virðist sem hlutverk þeirra sé að breyta athyglisgáfu barnshafandi kvenna og fá hugann til að vera meira flökktandi og inn á við. Athyglisgáfan skerðist og konur tala um að þær hafi ekki sama úthald og áður. Þegar líða fer undir lok meðgöngunnar aukast líka streituhormónin og þá fara konur að vera meira í hreiðurgerð og huga að heimili sínu.
Lykilhormónin þrjú í fæðingu eru oxýtósin, endorfín og adrenalín og verður fjallað um þau hér í einfaldaðri frásögn og stikklað á stóru.
Oxýtósín hormónið er líklega það hormón sem hefur fengið hvað mesta athygli, þekkt undir nafninu ástarhormónið enda hefur það áhrif á hrifnæmi fólks og tilhugalíf. Við finnum fyrir áhrif oxýtósíns þegar okkur líður vel, þegar við borðum góðan mat, hlæjum, fáum fullnægingu og í fæðingu. Því seytir fram þegar við erum örugg og upplifum traust og segja má að í fæðingu læðist það fram.
Oxýtósín hormónið er auðtruflað og víkur fyrir öðrum hormónum svo sem streituhormónum og getur dregið úr virkni sinni við kvíða og í óöryggi eða aðstæðum sem við upplifum ekki traustar. Michel Odent fæðingarlæknir sem mikið hefur fjallað um oxýtósin hefur því með réttu kallað það feimna hormónið.
Oxýtósín dregur legið saman og hefur því áhrif á verkina sem koma með samdráttunum, losun oxýtósin er úr heiladinglinum og kemur í smáum skömmtur sem kallast á við viðtaka annarra hormóna til að koma með mótsvar.

Endorfín er svo hormón sem gefur mótsvar við oxýtósíninu og verkjunum. Flestir þekkja inn á endorfín hormónið, það seytir fram þegar við erum stressuð eða slösuð og gefur verkjastillingu og róar mann. Endorfín er líka þekkt hjá íþróttafólki sem myndast eftir hreyfingu og átök í íþróttum.
Endorfínmagnið í líkamanum eykst þegar líða fer undir lok meðgöngu. Í fæðingunni sjálfri eykst það hægt og rólega og í verkjalyfjalausri fæðingu eykst það smátt og smátt og hefur áhrif á meðvitundarástand konunnar, margar konur upplifa vellíðan og gleði sem hjálpar konum að takast á við samdrættina og fæða barnið. Endorfínið kallast á við oxýtósinið svo þegar oxýtósín hefur framkallað samdrátt með verki sendir það skilaboð til viðtaka endorfínsins um að losa endorfín hormón sem minnkar verkinn, stoppar samdráttinn og viðheldur ró. Stundum er þó endorfín viðbragðið örlítið seinkað sem getur verið strembið að takast á við því þá er eins og stuttur verkjatoppur verði eftir.
Eftir fæðinguna hjálpar endorfínið svo til við tengslamyndum móður og barns
Comments