top of page

Hvernig gengur þegar vel gengur?

Writer's picture: Soffía BæringsdóttirSoffía Bæringsdóttir

Það er ótrúlega öflugt að stoppa á góðum tímum og spyrja sig, hvað gerum við þegar vel gengur?

Því þegar allt er í blóma er oft ákveðið kerfi, ákveðin framkoma, einhver taktur sem gengur dag frá degi sem svo hverfur þegar hallar á sambandið og erfiðir tímar eru.


Með því að rifja upp hvað er í gangi þegar vel gengur finnur maður oft lykilinn að jafnvæginu, hér verður að hafa í huga að sambönd þar sem ofríki og ofbeldi er hluti af sambandinu falla ekki undir þessar pælingar heldur tengjast meira inn á annarskonar hring sem kallaður er ofbeldishringurinn.


Hlutir sem pör nefna þegar vel gengur í sambandinu eru:

- hlýleg samskipti þar sem fólk vandar sig áður en það tekur eitthvað umræðuefni upp

- gagnkvæm hjálpsemi

- nægur svefn

- hreyfing

- tími fyrir parið saman

- tími fyrir sig

- reglulegt kynlíf


en oft eru þetta líka enn minni hlutir eins og koss áður en farið er að sofa eða áður en farið er út úr húsi eða fallegar augngotur.

92 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


Hönd í hönd

ST.JO Lífsgæðasetri

Hafnarfjörður

soffia@hondihond.is/

soffia.ellertsdottir@hondihond.is

s. 8624804

Mánudagar 9-17

Miðvikudagar 9-17

Fimmtudagar 16-18

Föstudagar 9-17

  • Instagram
  • Black Facebook Icon

Takk fyrir að hafa samband

@ Hönd í hönd ráðgjöf ehf

bottom of page