top of page
Writer's pictureSoffía Bæringsdóttir

Ilmkjarnaolíur í fæðingu

Ilmkjarnaolíur hafa í gegnum aldirnar verið notaðar til lækninga og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Ilmkjarnaolíur geta haft góð áhrif á líkama og sál og eru meðal annars notaðar til þess að draga úr spennu og streitu og róa hugann.


Ilmkjarnaolíur geta komið að góðu gagni á meðgöngu og í fæðingu.


Noktun ilmkjarnaolía er nokkuð auðveld. Það er hægt að spreyja í andrúmsloftið, nota til innöndunar, blanda í nuddolíu eða setja út í baðið. Ilmkjarnaolíur skal ætíð blanda við grunnolíu áður en þær eru settar á húð til dæmis vínberjaolíu (grapeseed), möndluolíu, sólblómaolíu og jarðhnetuolíu. Mikilvægt er að nota hreinar ilmkjarnaolíur því gerviefni gefa aðeins lykt en gera ekkert annað gagn.


Sumar ilmkjarnaolíur henta betur en aðrar á meðgöngu og margar olíur á beinlínis að forðast að nota. Almennt er talið óhætt að nota Lavender, Bergamot, Chamomile roman, Neroli, Geranium, Rose, Jasmin og Ylang Ylang ásamt fleiri.


Til að hafa vaðið fyrir neðan sig er gott að nota ekki ilmkjarnaolíur fyrsta þriðjung meðgöngunnar.



Olíurnar hafa hver sína virkni til dæmis er

Lavender er mjög góð alhliðaolía, hún er græðandi og slakandi fyrir líkama og huga. Hún er meðal annars góð við höfuðverk.

Chamomile roman er róandi og verkjastillandi og góð við svefnleysi og gegn þunglyndi. Bergamot er frískandi, verkjastillandi og sótthreinandi. Bergamot er gott gegn kvíða,depurð og er verkjastillandi.

Geranium er frískandi, róandi og bætir blóðrásina. Geranium er gott við bakverkjum, bólgnum ökklum. Það hreinsar og jafnar húðina. Það er auðvelt að nálgast ítarlegar upplýsingar um virkni ilmkjarnaolía meðal annars á netinu og upplagt að kynna sér olíurnar vel áður en maður notar þær.

Neroli vinnur með taugakerfinu, er róandi og hjálpar til með öndun og vinnur gegn þunglyndi. Það er mjög þægilegt að nota ilmkjarnaolíur í bað, best er að setja fjóra til fimm dropa í feita mjólk, rjóma eða hunang, hræra vel saman og blanda út í baðvatnið.Hunangið eða rjóminn er notað til þess að olían fljóti ekki ofan á vatninu.


Slakandi baðblanda 1

6 dropar lavender eða


Slakandi baðblanda 2

2 dropar lavender 2 dropar Chamomile


Baðblanda 3

2 dropar bergamot

1 dropi neroli Til þess að gera góða nuddolíu skal setja 2 til 3 dropa af ilmkjarnaolíu í 10 ml grunnolíu.Góðar grunnolíur eru meðal annars vínberjasteinsolía, sólblómaolía, ólívuolía.



Nuddolía

20 ml vínberjasteinsolía (grunnolía)

3 dropar lavender2 dropar chamomile


Nuddolía fyrir þreytta fætur

20 ml sólblómaolía (grunnolía)

2 dropar geranium

1 dropi lavender


Nuddolía til að nota í fæðingu

30 ml vínberjasteinsolía (grunnolía)

4 dropar lavender

2 chamomile roman

1 dropi neroli


Nuddolía í fæðingu

30 ml vínsteinsolía (grunnolía)

2 dropar rose

2 dropar geranium

1 dropi lavender

Þegar ilmkjarnaolíur eru notaðar til innöndunar er gott að setja einn eða tvo dropa af ilmkjarnaolíu í pappír eða klút og bera að vitum sér. Ef notað er úðatæki er gott að setja3-4 dropa af ilmkjarnaolíu og í úðabrúsa er gott að setja 10 dropa í 100 ml af vatni, hrista vel og spreyja allt í kringum sig.


Úðabrúsablanda 1

100 ml vatn

3 dropar geranium

3 dropar frankincence


Úðabrúsablanda 2

100 ml vatn

3 dropar geranium

2 dropar lavender

2 dropar rose

149 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page