top of page

Samtal um fjármál

Writer: Soffía BæringsdóttirSoffía Bæringsdóttir

Hvernig pör nálgast fjárhag og fjármál sín getur haft mikil áhrif á parasambandið og staða í fjármálum er oft gríðarlega vanmetinn streituvaldur inn í sambandið og samskiptin.


Oft kemur fljótt í ljós að pör hafa ekki sömu gildi þegar kemur að peningum og munurinn liggur oft ekki síst í karater einkennunum. Sumir eru passasamir og nákvæmir meðan aðrir eru kærulausari og sirkarar. Þessi karakter einkenni eru jafnvel áberandi í parasambandinu og jafnvel það sem dró parið saman til að byrja með en veldur svo streitu í sambandinu og ekki síst þegar kemur að fjármálahegðun. Annar vill borga allt á gjalddaga, hinn vill bíða fram á eindaga, annar vill alls ekki hafa neinar skuldir, hinum er sama um yfirdrátt. Annar vill safna fyrir hlutunum, hinn vill kaupa á raðgreiðslum eru algeng þemu.


Í slíkum tilfellum er mikilvægt að finna sameiginlegan milliveg sem báðir geta sætt sig við, viðhaldið öryggi hjá öðrum en gefið hinum slaka. Samtöl um fjármál geta verið erfið því reynist mörgum vel að ákveða vel hvenær málin eru rædd og passa að vera ekki of lengi inni í samtalinu, eða bara meðan báðir aðilar geta haldið ró sinni og hlustað á makann og heyrt hvaða þarfir makinn hefur og hvaða gildi þið viljið halda í. Það er jafnmikilvægt að miðla sínu hugarfari og nálgun á fjármál eins og það er að skilja nálgun og hugarfar makans.

Hreinskiptni í samtali um fjármál er í raun eina leiðin til að geta átt samtal um fjármál sem leiðir til breyttrar og bættrar útkomu. Þar sem öll spilin eru lögð á borðið, fyrir pör sem hafa verið lengi saman eru stundum útgjöld eða eyðsla sem ekki er greint frá. Hjá pörum sem eru að taka saman er stundum skilið eftir að greina frá skuldum, föstum útgjöldum og öðru sem komið er með að borðinu. Það er erfitt að leysa mál og búa til sameiginlega vegferð ef annar aðilinn heldur upplýsingum frá.



Comments


Hönd í hönd

ST.JO Lífsgæðasetri

Hafnarfjörður

soffia@hondihond.is/

soffia.ellertsdottir@hondihond.is

s. 8624804

Mánudagar 9-17

Miðvikudagar 9-17

Fimmtudagar 16-18

Föstudagar 9-17

  • Instagram
  • Black Facebook Icon

Takk fyrir að hafa samband

@ Hönd í hönd ráðgjöf ehf

bottom of page