top of page

Tengsl þroskast



Tengslamynstrið okkar (attahcment style) þroskast og breytist með árunum. Við erum sífellt að móta það og styrkja og ekki síst uppfæra. Tengslakerfið okkar getur verið ólíkt eftir því hver á í hlut, á hvaða lífsskeiði við erum og við getum verið í öruggum tengslum við maka en annars lags tengslum við foreldra og systkini svo dæmi séu tekin.



Fyrst þegar farið var að tala um tengsl, út frá frumtengslunum þe hvernig tengslamynstur við mynduðum við okkar nánustu umönnunaraðila var haldið að það tengslamynstur sem kæmi fyrst væri fyrir lífstíð en nú vitum við að þó frumtengslamynstrið sé ríkjandi að það getur breyst og er að þroskast að einhverju leiti út ævina, bæði við frumumönnunaraðila okkar og svo ekki síst í parsambandi og í raun segja margir sérfræðingar (Levine, Johnson og Mate ofl) að ákjósanlegasti ,,staðurinn" til að byggja örugg tengsl sé innan ástvinasambands.


Stundum hefur fólk verið hrætt um að tala um tengslin sín og upplifun af ótta við að vera dæmt því það er smeykt um að hvernig það hefur brugðist við í taugakerfinu sínu á einhverjum tímapunkti sé meitlað í stein en við vitum að svo er ekki og tengsl þroskast.


,,Tímabundinn tengslavandi" kemur t.d. stundum upp í kringum erfið tímabil, á unglingsárum eða í kringum áföll.


Örugg og þroskuð tengsl er að þora að treysta á maka og þola við í að makinn treysti á mann. Örugg og þroskuð tengsl er að geta verið sjálfstæður og stakur en sækja í öryggi. Að sama skapi endurspegla örugg tengsl endurtekin vilja og endurtekna svörun til að tilheyra annarri manneskju.


Það er mikilvægt að við sýnum tengslatilhneigingunni okkar mildi sama hvernig hún var eða er í dag. Jafnvel enn mikilvægara að reyna að láta okkur þykja vænt um hana því tengslamynstrið okkar er snjallt survival-kerfi sem mótast í umhverfinu okkar upphaflega


.


111 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page