top of page

Traust byggir sambönd

Eitt af því sem við vitum að langtímasambönd byggja á er traust. Fyrir flesta tekur tíma að byggja upp traust og það vex yfirleitt með tímanum. Traust er hornsteinn sambanda og ef traust er ekki til staðar er erfitt að byggja annað í sambandinu upp og viðhalda.

Vantraust í garð maka er erfitt að takast á við, kannski sérstaklega þegar ekki hefur verið ,,unnið" fyrir vantraustinu heldur á maður hreinlega erfitt með að treysta.


Traust er ekki byggt á einum degi og saga okkar og reynsla í lífinu mótar hversu mikið traust við berum til annarra manneskja. Stundum veit fólk nákvæmlega af hverju það á erfitt með að treysta, það hefur upplifað stór svik t.d. í fyrra sambandi eða vanræksla og ofbeldi í æsku. Aðrir máta sig í að hafa upplifað endurtekin minni svik, einhver hringdi ekki, vinslit eða við höfum verið vitni að sviklegri hegðun annarra. Sumir standa sig að því að vilja heitt og innilega treysta og


Vantraust birtist í samböndum á ólíkan hátt en algeng birtingarmynd er að:


- spyrja í sífellu hvar makinn er og hvað hann er að gera þegar hann er í burtu

- gefa sér aðstæður og draga óhagstæðar ályktanir af litlu tilefni og ,,lesa" hugsanir makans.

- biðja stöðugt um staðfestingu á ást, trausti og tryggð.

- grafa upp fyrri mistök og mögulegt vantraust í hverjum ágreiningi / riflildi.


Afleiðingarnar eru kannski ekki alltaf augljósar en með tímanum finnst fólki það:


- vera fast í sambandinu og geta sig hvergi hreyft

- vera stöðugt á varðbergi og stressað um hvenær makinn hringi

- aldrei gera neitt nógu vel eða nokkuð sé nógu gott í aðstæðum

- ganga á jarðsprengjusvæði þar sem næsti ágreiningur er handan við hornið

- upplifa kvíða og ótta um að segja eða gera eitthvað rangt.

- þurfa að gera lítið úr eða draga úr aðstæðum/upplifun sem það var í


Traust er á rófi og traust til annarra er byggt upp, fyrir suma er það til staðar en aðrir finna að traust er æfing og í framhaldinu ákvörðun. Fyrir marga er traust æfing, við tökum berskjaldaða ákvörðun um að treysta manneskju og manneskjan er traustsins verð og þannig byggist traustið.


Recent Posts

See All
bottom of page