3.

fæðingarfræðsla

Markmiðið með fæðingarundirbúningi er að verðandi foreldrar geti gengið inn í fæðinguna sína upplýstir og óhræddir, meðvitaðir um eigin getu og það sem býður þeirra. Fæðing er eitt dásamlegasta ferðalag sem flestir upplifa en er á sama tíma óvænt og oft ófyrirséð. Góður undirbúningur styrkir verðandi foreldra og hjálpar þeim að takast á við  þessa stóru ógleymanlegu upplifun.

Sem stendur er ég með tvö námskeið

Nudd og slökun í fæðingu og Fyrstu fjórir mánuðirnir sem eru haldin á c.a. 6 vikna fresti. 

Fyrstu fjórir mánuðirnir eru næst 24. ágúst og Nudd og slökun 4.október

Í douluhlutverkinu fá foreldrar fræðslu og stuðning á meðgöngu og samfellt í gegnum fæðinguna svo foreldrar hafa alltaf einhvern í sínu liði. Doulur eru gagnreynt inngrip án aukaverkana sem gera fæðingarupplifunina betri, fæðingarparið nánara og draga úr streitu og inngripi.

Allt um doulur og douluþjónustu mína hér

Hönd í hönd

ST.JO Lífsgæðasetri

Hafnarfjörður

soffia@hondihond.is

s. 8624804

  • Instagram
  • Black Facebook Icon

Mánudagar 9-17

Miðvikudagar 9-17

Aðrir tímar eftir samkomulagi

@ Hönd í hönd