3.

fæðingarfræðsla

Markmiðið með fæðingarundirbúningi er að verðandi foreldrar geti gengið inn í fæðinguna sína upplýstir og óhræddir, meðvitaðir um eigin getu og það sem býður þeirra. Fæðing er eitt dásamlegasta ferðalag sem flestir upplifa en er á sama tíma óvænt og oft ófyrirséð. Góður undirbúningur styrkir verðandi foreldra og hjálpar þeim að takast á við  þessa stóru ógleymanlegu upplifun.

Við bjóðum upp á að fá fæðingarfræðsluna heim, á tíma sem hentar þér/ ykkur.

 

Farið er yfir fæðingarferlið stig af stigi, hlutverk hormóna, helstu fæðingarstaði og leiðir til að takast á við fæðinguna. Kennd eru undirstöðuatriði í fæðingarnuddi.

 

 Ef þú/þið viljið leggja áherslu á eitthvað sérstakt verðum við við þeim óskum. Fæðingarundirbúningur heim í stofu er persónulegur, faglegur og gagnlegur.

Allt um doulur og douluþjónustu hér