Parameðferð
Pararáðgjöf felur í sér að skoða samskiptin sín, skoða ágreiningsmál og hvernig er hægt að leysa þau. Unnið er eftir gagnreyndum parameðferðum svo sem EFT (Emotional focused couples therapy) og Gottman. Kenndar eru aðferðir til að leysa ágreining, minnka pirring og reiði og auka nánd og skilning. Algengt er að fólk leiti til okkar þegar samskipti eru stirrð og pirruð, fjarlægð komin í samskiptin og nánd hefur minnkað eða mikil streita er í sambandinu.
Stundum er sagt að pör komi í parameðferð sex árum eftir að þau tóku eftir að vandkvæði voru í sambandinu. Það er vissulega langur tími en góðu fréttirnar eru að flest pör finna tiltölulega fljótt fyrir breytingum á viðhorfi sínu og annarri hegðun þegar í parameðferð er komið.
Covid 1.11 2021
Í viðtölum er boðið upp á amk 2 metra fjarlægð, grímunotkun er valfrjáls. Aukin áhersla er lögð á að hreinsa snertifleti.
Við tökum líka fjarviðtöl fyrir þá sem kjósa.