Hugmyndafræðin
okkar
Fagmennska og hlýja er okkar leiðarljós í starfi.
Ráðgjöf, meðferð og stuðningur opið ferli sem á að vera aðgengilegt og auðskiljanlegt. Við trúum því að fólk hafi innri getu til að finna lausnir fyrir sig og getu til að upplifa betri líðan en þurfi stundum annað sjónarhorn inn í aðstæður. Í okkar huga er mikilvægt að allir séu virkir þátttakendur.
Þörfin og löngunin til að tengjast og tilheyra öðrum eru grunnurinn að samskiptum okkar og hafa áhrif á líðan okkar og hegðun frá vöggu til grafar. Með því að skoða tengslahegðun okkar fáum við skýrari sýn á eigið tilfinningalíf og betri og dýpri skilning á umhverfi okkar. Með slíkum skilningi verður líðanin betri og samskiptin dýpri og mikilvægari.
Við sinnum alhliða fjölskyldumeðferð með áherslu á samskipti innan parasambandsins og fjölskyldunnar. Sérhæfing okkar er pör, foreldrar og fósturfjölskyldur.
Við höfum einnig reynslu af því að vinna með foreldrum sem glíma við vanlíðan og þunglyndi eftir fæðingu.
Við útskrifuðumst saman úr fjölskyldumeðferðarnámi EHÍ vorið 2018 og höfum unnið saman allar götur síðan.