Við aftur- samskipti og nánd
Fjögurra skipta námsskeið á netinu fyrir pör sem vilja betri samskipti og aukna nánd.
Service Description
Parsambandið er eitt það dýrmætasta sem við eigum en því fylgir áskoranir og við þroskumst í því. Námskeiðið er sett upp fyrir pör til að styrkja sig í sambandinu, læra nýjar leiðir til að tjá sig og leysa ágreining og finna enn á ný neista og tengingu. Er kominn tími á að: - bæta samskipti og auka skilning? - læra nýjar leiðir til að takast á við verkefni og erfið samtöl? - læra leiðir til að byggja upp nánd? - prófa sig áfram í kynlífinu? Margir kannast við að vera fastir í ákveðnum hring sem endar í gagnrýni eða uppgjöf, þar sem þau finna fjarlægð á milli sín. Á námsskeiðinu skoðum við hvernig er hægt að brjóta upp mynstur og skapa nýtt sem gefur færi á aukinni nánd og meiri tenginu. Áhersla er á tengsl, samskipti, nánd og kynlíf. Fyrirlestrarnir eru á netinu, alls fjögur skipti. Þátttakendur fá verkefni sem þau geta unnið á milli tíma. Soffía Bæringsd. sér um námsskeiðið, hún hefur á undanförnum árum tekið á móti pörum og fjölskyldum og aðstoðað þau við að bæta samband sitt og auka nánd. Soffía er jafnframt reyndur fyrirlesari. Hún er MA í fjölskyldumeðferð, og hefur lagt áherslu á tengsl og parsamskipti í sinni vinnu. Hún er með grunnnám í Emotional focused couples therapy og Gottman. Ef þið lendið í vandræðum með skráningu má senda póst á soffia@hondihond.is og við göngum í málið.
Cancellation Policy
Vinsamlegast afbókið með 24 klst fyrirvara. Forfallagjald kr. 5000.- er innheimt ef afboðað er innan 16 klst/skrópað og rukkun send í heimabanka.
Contact Details
+3548624804
soffia@hondihond.is
Lífsgæðasetur ST.JO Suðurgata 41, Hafnarfjörður, Iceland