top of page

Er hægt að breyta þessu? Eigum við einhvern séns?

Getur þetta breyst?

Er einhver séns að hann/ hún breytist?


Þetta er nokkuð algeng spurning sem velt er upp, er hægt að láta reyna á sambandið og breytingar innan þess. Fólk er að gera upp við sig hvort það sé eitthvað vit í að halda áfram í sambandi og hvort að einhver von sé um breytingar. Flestir velta þessari spurningu upp löngu eftir að þau eru búin að gefa upp alla von um að eitthvað gerist.


Við þolum nefnilega aðeins ákveðið magn af vonbrigðum og tilraunum til breytinga. Það er gríðarlega erfitt að gera upp við sig hvort að makinn búi yfir þeim eiginleikum sem þarf til að geta gert breytingar sem hann/hún lofar eða hvort að það sé best fyrir alla aðila að halda hvort í sína áttina.


Getur fólk breyst og geta sambönd breyst?


Stutta svarið er já, fólk breytist og þroskast og mörg sambönd fara í gegnum lægðir sem er hægt að vinna sig upp úr sameiginlega, það hinsvegar krefst einbeitingar og vinnu, vilji er bara upphafsreitur. Til þess að breytingar haldist umfram fagurgala þarf vilji að vera til staðar, fólk verður að vita og skilja hvað er í gangi, fólk þarf að læra um nýjar leiðir og tileinka sér nýja þekkingu og setja fókus á breytingar og viðhalda þeim, þrátt fyrir bakslög, endurtekið og ítrekað. Einn getur byrjað breytingar og komið hlutunum í betri veg en þegar öllu eru á botninn hvolft verður breytingin að vera samspil og dans.


Breytingar verða ekki á einum degi og taka tíma, báðir aðilar eiga hægt og bítandi að finna að viðbrögð, viðhorf og nálgun er önnur. Spennan breytist, slöku stundirnar eru fleiri og líðanin betri yfir ákveðið tímabil. Grunnkarakter breytingar eru óraunhæfar, við getum ekki hætt að vera manneskjan sem við erum þó hægt sé að breyta og aðlaga viðhorf og framkomu.


Oft segir fólk að það ætli að taka sig á, sýna í eitt skipti fyrir öll að nú sé tími breytinga runninn upp. Hættan er að fólk leggi ofuráherslu á að gera breytingar á stórum hlutum eins og að hoppa í helgarferðir eða kaupa eitthvað stórt nýtt en staðreyndin er að litlu breytingarnar skila mestu. Meiri kurteisi daglega, meiri áhugi og hlýja, meiri sveigjanleiki, meiri vilji til að gera ekki öll litlu málin að stórmálum. Endurteknar litlar athafnir skila mestu til frambúðar.


Þegar unnið er að breytingum ætti fólk að finna breytingu eða mun eftir rúman mánuð en til þess að sjá hvort að breytingarnar hafi náð í gegn og orðið að vana ætti að gefa sér um þrjá mánuði til að sjá hvort að breytingarnar séu komnar til að vera eða hvort það hafi bara verið skotið úr lofttúðum.


Breytingar verða ekki með einu samtali, því miður verðum við að gera ráð fyrir og taka á móti því varnarleysi að þurf að ræða málin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ekki endalaust og án stöðvunar en það er líklegt að fólk verði að ræða saman 3-4 um eitthvað til að raunverulegar breytingar eigi sér stað. Fullorðið fólk hefur hinsvegar tilhneiginu til að vilja ekki endurtaka hlutina oftar en tvisvar sem gerir samskiptaþreytuna oft enn meiri. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að þegar mál eru rædd aftur hvort að eitthvað nýtt komi inn eða hvort þetta sé bara endurtekið samtal. Er verið að ræða hlutina í hringi eða endurtaka samtal sem á að leiða til breytinga?


Þegar verið er að vinna sig í gegnum tímabil til að sjá hvort að breytingar geti átt sér stað er ekki síður mikilvægt að taka skref til baka, vera áhorfandi og sýna sér og öðrum mildi. Það er fátt gott sem kemur út úr því að andað sé ofan í hálsmálið af manni því hlutirnir verða að ganga hratt og það er verið að fylgjast með því að ekkert klikki. Það er árangursríkara að segja upp tímalínu og meta hlutina í ferli og út frá ákveðnum punktum en að vera stöðugt á vaktinni.


Þá er líka gott að minna sig á að hver fyrir sig verður að taka á sig breytingar en að samspilið er sameiginleg ábyrgð.279 views0 comments

Recent Posts

See All

Kommentare


bottom of page