top of page

Framhjáhald kemur upp á yfirborðið

Þegar upp kemst um framhjáhald er það áfall. Traustið er brotið og farið og fólk efast um sambandsgrunninn. Allskonar tilfinningar gera vart við sig hjá báðum aðilum, reiði, skömm og oft ekki síst sorg.


Hugsanirnar hringsóla í huganum og fólk veltir fyrir sér hvort hægt sé að vinna sig í gegnum slík svik og enn frekar hvort það hafi áhuga á því.


Sue Johnson, pararáðgjafi, minnir okkur á að framhjálhald er tengslaáfall, öryggi og traust er farið. Sambandið sem við héldum að væri, er ekki. Manneskjan sem við töldum okkur þekkja á sér hliðar sem við þekktum ekki.


Viðurkennum áfallið

Þegar framhjáhald er komið upp á yfirboðið er mikilvægt að viðurkenna það eins og það er og koma öllum upplýsingum upp á yfirborðið en ekki síst viðurkenna hversu særandi og skemmandi framhjáhald er.

Það getur verið erfitt að fara í gegnum tilfinningarnar saman en það er mikilvægur partur af framhjáhaldinu.


Að komast á sömu blaðsíðu

Sá sem hélt framhjá veit hvernig tímalínan er og þekkir söguna, það gerir hin manneskjan ekki og það er ójöfn staða að vera í. Það er mikilvægt, þó það sé bæði sárt og erfitt, að fara yfir tímalínuna, hvað gerðist, aðdraganda, útfærslur og allt sem skiptir máli þar til að báðir aðilar búa yfir sömu upplýsingum.

Oft þarf sá sem haldið var framhjá að ræða sömu hlutina oft, svolítið eins og þegar við höfum upplifað áfall, vitneskjan er til staðar en það þarf að fara yfir þetta aftur og aftur. Þessu þarf að gefa tíma og skilning og hafa þolinmæði til að ræða- sama hversu erfiðar tilfinningar það vekur.


Ekki ræða allt og forðist myndrænar lýsingar

Smá þversögn í þessu er að það er ekki gott að ræða það sem er skemmandi eða á eftir að sitja grafískt eftir hjá manni. Myndrænar lýsingar af kynlífi eða kynlífsathöfnum eru yfirleitt ekki gagnlegar, þar sem þær eiga til að valda meiri sárindum og sitja eftir. Endalaus smáatriði geta meitt. Hinsvegar eins og áður segir verður heildarmyndin að koma upp og hreinskiptin samskipti að eiga sér stað.

Það er gott að spyrja sig:

,,hjálpar þessi spurning mér að skilja aðstæður?"

,,mun þetta svar hjálpa mér að vinna úr aðstæðum eða valda meiri sársauka?


Manneskjan sem hélt framhjá verður að þola að fara í gegnum þessar spurningar, svara af yfirvegun og í hreinskilni en það getur verið gott að velta því upp hvort svarið eða upplýsingarnar hjálpi til við að vinna úr stöðunni eða ekki.


Ábyrgð og iðrun

Til að geta haldið áfram þarf að sýna ábyrgð, viðurkenna hvað gerðist og taka ábyrgð á því hvað gerðist og hvaða áhrif það hafði. Þó seinna megi skoða fleiri anga þá er mikilvægt í fyrstu viðbrögðum að taka ábyrgð á stöðunni og benda ekki á aðra.

Ekki síst er mikilvægt að sýna einlæga iðrun (að því gefnu að hún sé til staðar) og taka ábyrgð á þeim áhrifum sem gjörðir manns hafi haft.


Takið ykkur tíma í að taka ákvörðun

Stundum er það auðvitað þannig að þegar framhjáhald kemur upp að sambandinu lýkur og stundum er framhjáhald óheilbrigð leið til að losna úr sambandi en það getur verið gott að taka ekki ákvörðun samstundis um hvað skuli gera heldur fara í gegnum sorgarferlið að einhverju leiti og taka svo ákvörðun þar sem að betur er hægt að vega og meta alla þætti sambandsins.


Öryggi og áframhaldandi samtal

Framhjáhald er sjaldan einfalt og einhliða og gera má ráð fyrir að það taki tíma að sjá hvort vit sé í að halda áfram eða ekki. Slíkt samtal er oft betra með þriðja aðila þar sem pör eiga það til að verða stopp í sársaukanum. Þegar fram líða stundir er gott að skoða hvernig fólki leið í sambandinu áður og hvernig sambandi fólk vilji vera í í framtíðinni.


 
 
 

Comments


Hönd í hönd

ST.JO Lífsgæðasetri

Hafnarfjörður

soffia@hondihond.is/

soffia.ellertsdottir@hondihond.is

s. 8624804

Mánudagar 9-17

Miðvikudagar 9-17

Fimmtudagar 16-18

Föstudagar 9-17

  • Instagram
  • Black Facebook Icon

Takk fyrir að hafa samband

@ Hönd í hönd ráðgjöf ehf

bottom of page