top of page

Að tjá þarfir sínar- segðu það bara!



Að setja orð á þarfir sínar og koma því til skila til makans getur verið meira en að segja það. Hljómar eins og no brainer ,,segðu bara hvað þú vilt og þarft" og þá verður þetta í lagi en oftar en ekki er þetta alls ekki svona einfalt. Við komum ekki orðunum frá okkur, makinn kommentar með gríni eða orðin snúast í höndunum á okkur.


Stundum er maður kominn upp í vana með að tala um hvað er að, setja út á makann og gerir það í raun of seint. ,,þú ert aldrei heima", ,,þú hlustar aldrei á mig" og um leið og ásakanirnar byrja er hlustunin farin út um gluggann. Gagnrýni og sleggjudómar loka á gagnsæ samskipti.


Með því að skoða aðeins inn á við og snúa sjónarhorninu getur maður sett orð á þarfir sínar og um leið og maður getur það eru meiri líkur á því að hlustað sé á mann og þarfir manns uppfylltar.


Setja orð á það sem er, er auðveldara sagt en gert.


Stundum er gott að taka frá tíma til að geta komið orðum að þörfum sínum ,,getum við rætt eitt núna/ á eftir /á morgun". eða ,,mig langar að segja þér svolítið og getur þú hlustað og hjálpað mér að koma því til skila".


,,Ég finn að ég þarf....." ,

,,Ég finn að ég þarf meiri tíma ein/n",

,,Ég hef þörf fyrir nánari samskipti okkar á milli, eins og að við setjumst oftar niður á kvöldin og spjöllum",

,,Ég hef þörf fyrir meiri stuðning"


Með því að segja skýrt hver þörfin eða löngunin er er auðveldara að uppfylla það. Skýrara og minna um misskilning. Sumir eiga mjög auðvelt með að átta sig á hverjar þarfir þeirra eru og aðrir vita varla hvað þeir vilja eða finna því neikvæða mynstrið er svo auðsótt og áberandi en með hverri neikvæðri tilfinningu er þrá eða löngun og það tekur smá tíma að snúa þessu við.

,,ég vil ekki að þú sért í símanum þegar ég tala við þig" yfirfærist í ,,mig langar að við tölum saman án símans"


Það er ótrúlegt hvað fólk er fljótt að ná að skipta um fókus, með því að setja hugsun í að snúa samskiptunum við er þessi tækni fljót að komast til skila en ekki missa móðinn, æfingin skapar meistarann.


Prófaðu að tjá þarfir þínar á yfirvegaðan hátt og sjáðu hvað gerist, sumir segja töfrar!



38 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page