top of page

Fjórmenningarnir- 4 eyðileggjandi öfl í parsambandi

Fjórmenningarnir eða the four horsemen eru fjögur eyðileggjandi samskiptamynstur sem Gottman-hjónin kortlögðu á sínum tíma eftir því sem ég kemst næst og kynntu fyrir umheiminum. Fjölmargir pararáðgjafar hafa auðvitað tekið saman svipað efni og fjallað um. Fjórmenningarnir hinir upprunalegu eru teknir út Biblíunni og eru stríð, farsótt, hungursneyð og dauði en Fjórmenningarnir skv. Gottman eru


Gagnrýni

Andúð

Vörn

Útilokun


og samlíkingin kemur út frá því að þessi mynstur eru eyðileggjandi og geta leitt til þess að sambönd lenda á endastöð.


Það er svo ótrúlega magnað að kynna sér svona samskiptamynstur og þvílíkt sem ég er þakklát rannsakendum fyrir að setjast niður og kortleggja endurtekna hegðun í parsambandinu (og mannlegri hegðun) því það gefur okkur færi á að sjá að vandinn sem við stöndum frammi fyrir er meira kerfislægur en nokkuð annað. Pör geta sameinast í að tækla mynstrið sem skapar vandann og um leið og maður þekkir mynstrin er hægt að byrja að brjóta þau niður og breyta þeim.



Gagnrýni er þegar stöðugt er verið að finna að og setja út á og er held ég einn algengasti vandi sem pör glíma við.


Skaðleg gagnrýni er þegar verið gagnrýna manneskju fyrir það hvernig hún er eða hvernig hún er eða einhvern/eitthvað sem henni þykir vænt um t.d. fjölskyldu.


,,Þú ert svo vitlaus"

,,Fjölskyldan þín er svo fáránleg"


Gagnrýni er ekki að tala um hluti sem þarf að breyta, eða leiðbeiningar gagnvart hegðun eða framkomu eða að bera á borð beiðni um breytingar, slíkt er í grunninn ábending eða ósk/beiðni.


Ástæður þess að við gagnrýnum geta verið mjög fjölbreyttar, stundum er mikil þreyta í okkur, stundum eru fyrirmyndirnar okkar mjög gagnrýnar, stundum er gagnrýni sprottin upp af kvíða eða óöryggi eða stjórnsemi- ástæðurnar eru fjölmargar.


Oft breytist langtímagagnrýni í andúð og hana er erfitt að meðhöndla.


Þegar pör ná að spotta gagnrýni snemma í sambandinu er oft tiltölulega auðvelt að vinna gegn henni með samhentu átaki.


Andsvar við gagnrýni í parsamskiptum er að byrja á að átta sig á hvaða viðhorf og orku maður er að setja í aðstæður. Þegar við áttum okkur á og berum kennsl á að gagnrýni er eyðileggjandi afl er auðveldara snúa orkunni . Gagnrýni - beinist að maka hefur neikvæð áhrif á parsamskiptin og Gottman hjónin ásamt fleirum hafa bent á áhrif þess í rannsóknum.


Hluti af því að hafa andsvar við gagnrýni er að staldra við, vanda sig við framsetningu orða sinna- nota frekar ég setningar og spyrja sig, hvaða þörf vil ég að hér sé mætt og er ég tilbúin að meðtaka þau skilaboð sem ég set fram.


Andúð annað afl, er mjög eyðileggjandi mynstur í parsambandi og hluti af fjórmenningakerfinu sem Gottman lýsir um eyðileggjandi öfl.


Andúð er þegar við komum fram við maka af vanvirðingu, uppnefnum og gerum lítið úr með orðum og líkamstjáningu. Anúð er ótrúlega líkamleg tjáning með sterk skilaboð og undir niðri kraumar ,,ég er betri en þú" skilaboð. Sá sem verður fyrir andúð upplifir mikla vanlíðan og skilaboðin eru skýr um að viðkomandi sé einskis virði.


Það að sýna andúð í parsambandi er verst af þessum fjórum þáttum og forspár gildi fyrir skilnað.


Andúð er birtingarmynd neikvæðra hugsana og myndar af maka sem brýst fram í samskiptaárásum sem svo leiða til árekstra og riflilda og kannski ekki erfitt að sjá fyrir sér að það er eiginlega ómögulegt að leysa úr deilu þegar maður sendir skilaboð um að vera öðrum æðri og að manni bjóði við viðkomandi.


Andúð í parsamskiptum getur verið erfitt að brjóta upp og tekur vinnu og tíma að gera og krefst sjálfsvinnu. Því fyr í sambandinu sem unnið er gegn þessu samskiptamynstri því líklegra er að hægt sé að vinna með sambandið en andúð í of langan tíma leiðir flest sambönd á endastöð.


Andsvar við andúð krefst meðvitaðrar vinnu við að vinda ofan af þessu samskiptamynstri sem tekur tíma. Andúð er birtingarmynd neikvæðra hugsana sem hefur fengið að fljóta án áreitis. Fólk þarf að vera tilbúið í að leggjast í sjálfsskoðun og skoða framkomu sína, viðhorf og hugsanir og vinna markvisst að því til að byggja samband upp án andúðar. Hluti af þeirri vinnu er tilfinningavinna, að læra að setja orð á tilfinningar, hugsanir og upplifun.


Æfingin felst í því að sýna virðingu í hvívetna, í orði og á borði. Liður í því er að tjá þakklæti endurtekið til að minna sig á hvaða stöðu maður er að taka.

Tjá þakklæti ekki síst til að minna sig sjálfan á hvaða stöðu maður er að taka innan sambandsins.


Skilningur í orði og borði er að sama skapi mikilvægur, sýna skilning og setja sig í þær stellingar að skilja fyrst áður en brugðist er við. Skilja sjálfan sig, skilja viðbrögð sín og skilja og sýna maka skilning.


Endurtekin falleg smáatriði er það sem byggir samband upp hægt og rólega og það tekur tíma og það verður að gefa sér tíma í það og sýna velvild í orði og verki.


Vörn er þriðja aflið í eyðileggjandi samskiptum.


Vörn er yfirleitt svar við gagnrýni og þegar mikið gengur á í samböndum verður þetta mjög áberandi, alveg sama hvað er sagt, allt er túlkað manni í óhag og viðbrögðin við því. Vörn getur líka verið sprottin upp af ætlaðri gagnrýni.


Hinsvegar er það svo að vörn virkar sjaldnast. Spurningum og bónum er oft svarað með afsökun og snúið yfir á þann sem byrjaði samtalið og þeim aðila kennt um.

Það er mjög skiljanlegt að maður fari í vörn, varnarkerfið okkar er misvirkt og þegar það eru erfiðleikar í sambandinu þá er það yfirleitt uppi en vörn er samt oft líka leiðindaleið til þess að kenna makanum um allt og ekkert og kemur í veg fyrir að hægt sé að ræða málin og leiða til lykta. Stundum er fólk með varnirnar uppi af gömlum vana, kann að nota sér vörnina því það hefur nýst þeim einhvern tímann á lífsleiðinni en er ekki endilega gagnlegt inn í parsambandið.


Þegar við förum í vörn í parsamskiptum erum við í raun að biðja um að hinn bakki og játi að hann hafi rangt fyrir sér, birtist svolítið eins og verið sé að biðja um að beðist sé afsökunar sem virkar sjaldnast.


Eitt það mikilvægasta í að minnka átök sem byggja á vörn er að stoppa við, skoða aðstæður og taka ábyrgð á aðstæðum.


Það að taka ábyrgð er ekk iað taka ábyrgð á öllu heldur sínum hluta og sjá hvaða framlag maður setur inn í samskiptin.


Þegar fólk nær að stoppa og taka einlæglega ábyrgð á sínum hluta er hægt að koma í veg fyrir að samtalið/umkvörtunarefnið snúist upp þi þrætur um viðbrögðin og hægt er að byrja að vinna með að finna málamiðlanir.

Varnarviðbrögðin eru yfirleitt fljót að koma upp og fólk finnur þau í líkamanum og það getur verið gott að staldra við og leyfa ,,rafstraumsviðbrögðunum" að líða hjá áður en veitt er svar.


Hér er auðvitað mikilvægt að hafa í huga að verið er á einfaldan máta að vísa í jafningjasamtal, en í sumum samböndum er valdaójafnvægi og þá á það ekki við að bakka og taka ábyrgð því það er liður í að viðhalda óheilbrigðum samskiptum


Útilokun eða stonewalling (er einhver með betra orð fyrir mig? ) er erfitt að vinna gegn og oftast svar við andúð.




Stonewalling fjórða eyðileggingaraflið er þegar sá sem hlustar dregur sig í hlé, hættir að svara og bregðast við og dettur í raun út úr samtalinu. Útilokun er þegar maki fær engin viðbrögð í samtalinu.

Viðbragðsleysið verður sýnilegt og áberandi í gegnum það að þykjast vera upptekinn, sjá ekki hvað er að gerast, taka ekki þátt og bera sig að við eitthvað annað en að veita manneskjunni athygli.


Útilokun er svar við hinum þremur mynstrunum og kemur oftast hægt og rólega inn í sambandið og eins og það læðist inn í sambandið er erfitt að losa sig við það en þó alveg hægt og ef það má orða það sem svo þá getur útilokun orðið slæmur vani ss. eitthvað sem maður dettur í.


Útilokun er því það þyrmir yfir manneskjuna, varnarkerfið er uppblásið og í ofsvörun sem gerir það líka erfitt að bregðast við, sem viðheldur svo þessum viðbrögðum.


Útilokun er yfirleitt þegar það þyrmir yfir mann ítrekað og manneskjan reynir að forðast samtalið og koma sér út úr samskiptunum með því að bregðast ekki við.

Það er áskorun að koma sér út úr útilokunargírnum því útilokun er streitukerfið okkar í botni.


Fyrsta sem má reyna er að hægja á samtalsferlinu, að vera meðvitaður um að fara hægt í sakirnar í samtalinu og velja að vera þátttakandi í því, aftur og aftur.


Þegar verið er að vinna sig frá útilokun er líka gott að taka pásu í samtalinu svo hægt sé að ná ró í streitukerfið. Fyrir flesta þarf pásan að vera nógu löng til að ná ró í kerfið en hún má ekki vera það löng að hún viðheldur frestun og útilokun.

Margir segja 20-30 mínútur og gott að hafa í huga að til að byrja með ætti pásan ekki að vera mikið styttri. Með æfingunni er hægt að hafa grípa fyrr inn í, ná ró og pásurnar verða færri og styttri.


Með því að vera meðvituð um að hægja á samtalinu, bíða eftir svari og stoppa er hægt að ná ró og regulation meðan á samtalinu stendur, í það minnsta þannig að það fari ekki með mann í ofstreitu.


Annar liður er svo að taka það inn í líf sitt að æfa að róa taugakerfið og gera smáæfingar sem auka þol manns í aðstæðum sem maður hefur vanið sig á að kúpla sig út úr. Þar kemur dr. Peter Levine með sína nálgun sterkt inn en sjálfsmildi og núvitund kemur líka að gagni.

414 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page