top of page

Hlustun



Erich Fromm, þekktur heimspekingur, sagði að hlustun væri listform, líkt og að skilja ljóð. Hlustun rétt eins og ljóðin er fjölbreytt með ólíkar hefðir og reglur og skáldið sjálft mesti áhrifavaldurinn.


Samfélagið sem við búum í leggur áherslu á að tala og tjá sig, kannski of mikið. Rökhugsun og orðfæri. Við leggjum áherslu á að geta komið fyrir sig orði, vera hnyttinn í tali og standa upp og verja okkur. En til þess að orðin okkar komist til skila þarf einhver að hlusta.


Margir hlusta ekki til að skilja, þeir hlusta til að taka við orðinu.


Listin að hlusta og listin að tala ætti að leggja jafna rækt við. Samtal og samskipti verða að byggja á tjáningu orðum sem tekið er við og melt og metið. Hlustað, spurt og skoðað betur.


Áður nefndur Erich sagði að grunnregla listformsins er geta hlustandans til þess að hlusta af einlægni. Hlustandinn verður að geta kyrrað huga sinn til að taka á móti. Hlustandinn verður að geta sýnt samhyggð og sett sig í spor hins, svo vel að hann jafnvel upplifi að hann standi í þeim sporum sjálfur.


Að hlusta til að skilja er að unna. Það að geta sýnt samhyggð og hlustað er svolítið grunnurinn að ástinni og þar liggur tengingin og gleðin.










19 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page