top of page

Svefn ungbarna 0-3 mánaða

Fyrst um sinn sofa börn ósköp mikið. Þau hafa ekki þol né getu í að einbeita sér lengi né vaka mikið. Yfirleitt vakna þau til að drekka, horfa smá og sofna aftur.


Nýfætt barn ætti að sofa á bilinu 16-18 tíma á sólarhring. Meðan barn er að þyngjast eðlilega fyrstu vikurnar þarf ekki að hafa áhyggjur ef barnið sefur meira en gæta þess að barnið sofi ekki minna.


Fyrst um sinn er alveg eðlilegt að barn vakni á tveggja til fjögurra tíma fresti til að drekka allan sólarhringinn til að drekka. Smám saman lengist svo þessi tími og það fer oft að myndast rútína um þriggja mánaða.


Fyrstu vikurnar er svefn barnsins óreglulegur, börn eru ekki með fullþroskað hormónakerfi til að stýra svefninum og því getur svefninn virkað tilviljunarkenndur og óútreiknanlegur. Það getur reynt á foreldra en er alveg eðlilegt og batnar með tímanum.




Svefnhrynjandi barna er allt öðruvísi en svefnhrynjandi fullorðinna. Svefnhringurinn er styttri og börn verja miklum tíma í REM svefni sem er mikilvægur fyrir heilaþroska barnsins.


Um þriggja mánaða fer svefnkerfið að breytast aðeins, daglúrarnir taka á sig fastari mynd og nætursvefninn byrjar að lengjast lítillega. Þetta er auðvitað misjafnt eftir börnum, sum börn eru búin að koma sér upp góðum svefnhrynjanda um 6-7 vikna meðan önnur ná því ekki fyrr en um sex-sjö mánaða og jafnvel seinna.


Börn vakna á 2-4 tíma fresti fyrstu vikurnar.

Það er gott að byrja að búa til góðar svefnvenjur þegar barnið er nokkurra vikna:

Byrja á því að gera greinarmun á nóttu og degi með birtumun. Hafa bjart á daginn og dimmt á kvöldin þar sem barnið sefur. Gæta þess að hafa venjuleg umgengnishljóð yfir daginn en kyrrlátara á kvöldin og nóttunni. Fylgjast vel með barninu og læra inn á þreytumerki þess. Sum þreytumerki barna eru mjög skýr en önnur eru óljósari og getur verið erfiðara að spotta. Merki þess að barn sé þreytt er að það lygnir aftur augunum, lítur undan, starir út í loftið, nuddar augun og grípur jafnvel um eyrað og það volar jafnvel eða ,,kvartar“ undan þreytu.


Flestum börnum þykir gott að vera á hlýjum og öruggum stað með eitthvað þétt að sér og bakgrunnshljóð. Með því að vera kjarnaður og rólegur sjálfur róast flest börn á stuttum tíma

4,653 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page