top of page
Writer's pictureSoffía Bæringsdóttir

Leyni-fyrirmyndin

Þegar við erum að mótast í foreldrahlutverkinu opnast nýr heimur og það vilja allir eiga hlut í að móta þennan heim með manni. Við erum að máta okkur inn í uppeldisstefnur, leiðir í umönnun og fáum oft ráð, leiðbeiningar og skoðanir annarra beint í æð frá öðrum. Oft tengt uppeldi eða umönnun, óháð því hvort við biðjum um það eða ekki.


Að einhverju leiti held ég að þetta sé hluti af hjarðhegðun okkar. Við erum sem samfélag að halda utan um okkar allra dýrmætustu þegna foreldra með lítil börn. Það er allt undir hjá hjörðinni að koma litlum ungum á legg, svo ég er ekki svo viss um að samfélagið hreinlega geti lagt af þeim sið að leggja til og aðstoða.




Hinsvegar er maður ekki alltaf upplagður til að hlusta á slíkt, sumt er auðvelt að leiða hjá sér, annað ekki og það virðist líka skipta miklu máli hver segir hvað og hvenær. Stundum tekur maður líka athugasemdir og ráðleggingar annarra nærri sér sérstaklega ef þær falla ekki að kjarnanum manns.


Þegar elsta stelpan mín var lítil var ég með fyrirmyndir sem ég sagði engum frá og tileinkaði mér það sem þær voru að gera eða sögðu. Ég var ekkert að segja þeim frá því og hélt því bara útaf fyrir mig, heldur frekar ef ég var í kringum þær tók ég eftir því sem þær gerðu og geymdi með mér, eða ef ég var ein í aðstæðum sem ég var ekki viss um hvernig ætti að tækla velti ég því fyrir mér hvernig X myndi taka á hlutunum og það gaf svo oft góða raun og gaf svo mikla mildi að hafa hlýju annarra í hjarta sínu sem leiðsögn.


Þetta gaf mér líka ákveðið frelsi, ég var búin að mynda litla bubblu í kringum mig og þegar aðrir en þeir sem voru í ,,leyni-fyrirmyndunum" mínum sögðu eitthvað átti ég auðveldara með að leiða það hjá mér eða vera forvitin um hvaðan þeirra sjónarhorn kom án þess að taka það til mín eða taka það persónulega. Það var svo yndislegt að fá lánaða dómgreind við og við.


Kannski áttu þér leyni-hjálparhellu nú þegar? Ef ekki og þér hugnast að hafa eina slíka veltu því þá fyrir þér hver í umhverfi þínu hefur alið upp börn í þínum anda? Hver tekur á málum eins og þig langar að taka á málunum og bregst við eins og þig langar að bregðast við?

Sumir hafa slíka í nærumhverfi sínu en það má líka auðveldlega sækja í aðrar fyrirmyndir eins og fólk sem deilir efni á netinu eða hefur skrifað bækur um slíkt.



101 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page