Eitt lítið ráð til að setja fókusinn á betri stað í parasambandinu er að tjá maka sínum þakklæti fyrir hluti sem alla jafna maður hefði ekki orð á.
,,Takk fyrir að fara út með ruslið“
,,Takk fyrir að sækja börnin og skutla á æfingu“
,,Takk fyrir að setjast niður með mér og ræða málin“
,,Takk fyrir að …… „
Fyrir marga er þetta ósköp skrítið til að byrja með, því við erum ekki alla jafna að þakka fyrir hluti sem væri hægt að horfa á sem sjálfsagða. Sumir hafa orð á því hvað þeim finnist skrýtið að fá þakkir fyrir hvunndagslega hluti en með tímanum er ótrúlega gott að staldra við og finna að einlægt þakklæti tjáð. Tjáð þakklæti setur annan fókus á samskiptin í parasambandinu heldur en margir hafa vanið sig á.
Með því að setja orð á þakklæti erum við að setja athyglina á það sem við sjáum og er gert fyrir framan okkur, þakklæti er að setja orð á að það sem viðkomandi geri fyrir okkur skipti máli og það auki velferð og vellíðan okkar. Segja að makinn okkar skipti okkur máli, að við viljum að hann viti að það sem hann geri skipti máli og við tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut.
コメント