top of page

Hefur Covid góð áhrif á sambandið?

Ég rakst á áhugaverða grein um daginn um sambönd í faraldrinum þar sem talað hafði verið við fólk í ástarsamböndum og bar flestum saman um að sambandið hefði ekki breyst í grundvallaratriðum frá því að faraldurinn hófst, sem er nokkuð áhugavert. Hringt var í 808 fullorðna einstaklinga í Bandaríkjunum en niðurstöðurnar byggja á 556 einstaklingum sem voru í sambandi. Flestir eða yfir 70% sögðu að riflildi hefðu ekki aukist, kynlíf var svipað og áður og margir sögðu að þeir fyndu fyrir jákvæðum áhrifum á samband sitt.

Þar veltir Dr. Gary Lewandowski, prófessor í sálfræði, því upp að þrátt fyrir aukið álag ákveðnum stöðum eins og við umönnun, minni samskipti og breytt vinnufyrirkomulag að fólk eyði meiri tíma saman og með þeim sem því líður vel með. Líf fólks er svipað en hægara og streituminna sem hefur góð áhrif á öll samskipti.


Mér fannst líka fallegt að lesa áminningu um að fólk er þrautseigt og sambönd eru þrautseig og fólk í venjubundnum aðstæðum þolir álag á sambandið sitt, þjappar sér saman þegar mikið reynir á og forgangsraðar sér og sínum. Margir voru með væntingar um að sambandið væri enn betra eftir þessa raun. Mér finnst ég raunar heyra fólk segja oft frá þessu að þau hafi mikla trú á sér og sambandinu sínu því það hafi gengið í gegnum margt saman og það finni sterkan þráð í sambandinu.


Kannski á þetta líka við hér á Íslandi, að mörg pör hafi fundið að sambandið hafi lítið breyst í kjölfarið á Covid eða batnað því fólk nær að þjappa sér betur saman.

Hinsvegar er kannski viðbúið að pör sem voru í erfiðleikum fyrir Covid, finni enn meira fyrir þeim árekstrum og erfiðleikum. Að hefðbundnum samböndum haldist samböndin svipuð og þau voru en ýkist frekar, hafi sambandið verið gott, getur það haldist eins eða batnað. Hafi sambandið verið stirrt og erfitt er viðbúið að það haldist þannig eða versni. Meikar kannski smá sens.


Mínar pælingar í Covid eru helst að fólk þarf að vera meðvitað um samveru sína, það er búið að draga mjög mikið úr því hverja við umgöngumst og hvað við gerum og skýr mörk í sambandi þar sem lögð er áhersla á að rækta sjálfan sig eins og með hreyfingu, afþreyingu og öðrum ánægjuþáttum og svo að leggja áherslu á að rækta sambandið á þann veg að samveran sé gefandi, það er að fólk sé saman og njóti félagsskaparins, spjalli, spili, hreyfi sig og geri þannig samveruna nærandi en er ekki í langri ,,ómeðvitaðri" samveru þar sem fólk hangir saman en fær lítið úr samverunni hvorki fyrir sig né saman.




Recent Posts

See All
bottom of page