top of page
Writer's pictureSoffía Bæringsdóttir

Sambandssamtalið

Stundum koma pör til mín og segja að þau það gangi ekki nógu vel og þegar farið er að skyggjnast betur í samskiptin kemur upp úr krafsinu að parið finnur sér sjaldan tíma til að spjalla saman. Samtölin eru um praktísk mál á hálfum hlaupum og þau finna að samtalið fær sjaldnast niðurstöðu.


Sjaldnast taka pör frá tíma til að spjalla saman, sem er þó æði mikilvægt og enn mikilvægara eftir því sem verkefnunum fjölgar.


Ég sting stundum upp á því að þau hafi sambandsklukkutíma einu sinni í mánuði, eða oftar en helst ekki mikið sjaldnar þar sem tekinn er frá klukkutími til að ræða um sambandið, líðan og annað sem þau gefa sér ekki tíma til að ræða. Það er alveg satt, það þarf ekki meiri tíma- mesta áskorunin er að taka frá tímann og eiga samtalið en það skilar sér hratt.


Það er gott að hafa í huga að vera tiltölulega úthvíldur og upplagður, setja sig í stellingar fyrir að hlusta og dæma ekki og skiptast á að tala. Sumum finnst gott að gefa hvoru um sig 30 mínútur til að fara yfir það sem þarf að ræða nánar og skipta svo.




330 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page