top of page
Writer's pictureSoffía Bæringsdóttir

Sængurkvennagrátur

Orðið sængurkvennagrátur er svo skrýtið orð en vel lýsandi og segir frá gráti kvenna sem eru á sæng. Ekki að konur liggi endilega á sæng á Íslandi lengur og gráti. Sængurkvennagrátur er tímabil eftir að kona hefur nýlega eignast barn sitt og getur verið skrítinn og yfirþyrmandi tími en algerlega eðlilegur og byggist á hormóna- og líkamsbreytingum eftir barnsburð.


Orðið yfirþyrmandi á líklega mjög vel við þessa daga. Yfirþyrmandi allskonar tilfinningar sem koma og fara og sveiflast til og frá. Oftar yfirþyrmandi gleði, stolt og ánægja en með koma áhyggjur, kvíði, einmanaleiki, sektarkennd og grátgirni. Efasemdir um eigið ágæti í uppeldishlutverkinu og jafnvel endurspeglun á fyrri upplifanir. Heildartilfinningin er þó jákvæð.


Miklar breytingar verða á hormónastarfseminni og líkami konu er að gróa mikið og jafna sig að mestu eftir fæðinguna.




Þreyta og svefnleysi, eins og kona sé skugginn af sjálfri sér, það getur verið erfitt að sofna og erfitt að vakna. Rumska við minnsta píp.


Vilja mikið hafa barnið sitt hjá sér og leyfa fáum útvöldum að halda á því.


Þetta eru eðlilegar tilfinningar, eðlileg líðan eftir að hafa eignast barn og geta verið allskonar. Sumir lýsa þessum tíma eins og þær séu í óraunverulegri kúlu sem springi hægt og rólega.


Sængurkvenna grátur nær til 60-80 prósent nýrra mæðra (foreldra) og á að líða hjá á tveimur vikum eða skemur.


Sé ástandið viðvarandi og enn til staðar við 4-5 vikna aldur barnsins með vaxandi depurðareinkennum og/eða kvíða ætti að athuga hvort um fæðingarþunglyndi

sé að ræða.


Flestum líður betur við að segja frá upplifun sinni, vera í góðu næði með fólki sem það treystir og þiggja stuðning og aðstoð í nærumhverfinu. Góð næring og svefn gerir líka kraftaverk.

805 views0 comments

Recent Posts

See All

댓글


bottom of page